Prjónagleðin 2024 - Námskeið og aðrar vörur

Sætaferð frá Reykjavík á Prjónagleði
Sætaferð frá Reykjavík á Prjónagleði

Sætaferð frá Reykjavík á Prjónagleði

Sætaferð frá Reykjavík á Prjónagleðina laugardaginn 8. júní 2024

Í samstarfi við SBA Norðurleið verður boðið upp á sætaferð frá Reykjavík á Prjónagleðina laugardaginn 8. júní.

Lagt verður af stað frá Sambíóinu í Álfabakka klukkan 8.00 um morguninn og komið aftur til baka fyrir miðnætti sama dag.

Fargjaldið með prjónarútunni er 10.000 kr.

Ekki er neitt annað innifalið og getur fólk því valið hvað það vill gera á hátíðinni.

Hægt er að skrá sig á námskeið, kaupa prjónaarmband og fara á fyrirlestra eða bara njóta dagsins á Prjónagleðinni á eigin forsendum. 

Dagskrá:

Kl: 8.00            Brottför frá Sambíóinu í Álfabakka

Kl: 12.00          Áætluð koma á Blönduós

Kl: 12 – 18       Njóta lífsins á Prjónagleðinni og Garntorginu.

Kl: 18.15          Brottför frá Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi

Kl: 23.00          Áætluð koma í Mjóddina í Reykjavík.

 

Kaupa Námskeið og Prjónaarmband 

 

 

Vörunúmer
Verð
10.000 kr.
21 Í boði